Jólin voru ljúf

DESEMBERDAGAR 2012

24-31

Jólin voru ljúf og skemmtileg hjá okkur, en því miður var ekki jafn ljúft og ánægjulegt hjá öllum á landinu. Veðurofsinn kom alls staðar við, en verst var norðvestanvert og mjög slæmt einnig á norðan og eftir til austurlands. Snjórinn hlóðst niður og víða komu snjóflóð, en björgunarmenn voru á varðbergi og sem betur fór varð enginn mannskaði.

Það var kalt og stundum mjög hvasst, en ekki spillti það jólastemningunni hér á suðvesturhorninu. Fjölskyldan var hér á Fornuströnd á aðfangadagskvöldið, og jólakaffið, sem við Svana skiptum á milli okkar, var nú þetta skiptið hjá okkur á jóladag. Fjölskyldan lagði til lystilegar góðgerðir, og allt var svo skemmtilegt og vel heppnað.

Það var mjög kalt á gamlársdag, en fallegt úti. Oftast hefur gamlársdagur verið hávaðasamur, en í þetta sinn entust menn ekki lengi að norpa í kuldunum við að skjóta upp flugeldum, svo að nóttin var bara allgóð.

Og nú er árið 2012 liðið.