NÓVEMBERDAGAR 2012
24.11. LAUGARDAGUR
Notalegt í sundlauginni og góður tími til að spjalla við Svönu og Tótu í heita pottinum. Um leið og við komum þaðan dembdist svo rigningin yfir okkur. Að öðru leiti var veðrið ágætt þennan daginn.
25.11. SUNNUDAGUR
Góður dagur. Ágætt veður, þótt ekki var neinn hiti að ráði.
Alltaf gaman að fá fjölskylduna í “bröns”, eða öllu heldur dagverð eða dögurð á íslendsku. Katla og Kolbeinn eru í vikuheimsókn, þau eru bæði í námi í Bandaríkjunum svo að við sjáum þau sjaldan. Þau áttu erindi hingað, en geta ekki verið um jólin, svo að þetta voru hálfgerð jól í dag. Að auki var haldið upp á afmæli Breka, sem varð reyndar 12 ára 14. nóv., en fagnaðurinn dróst svolítið. Og nú var sunginn söngurinn eini og góðar kökur snæddar. Allt var þetta afar skemmtilegt.
26.11. MÁNUDAGUR
Skikkanlegt veður. Mestur hiti 3°.
27.11. ÞRIÐJUDAGUR
Enn er fallegt út að líta um glugga, en kalt er að vanda. Mestur hiti mældist 2° í dag, og nú í kvöld er hitinn kominn upp í 3°!
“Forsetinn er horfinn” heitir bók eftir Anne Holt. Held að hún sé örugglega norsk og þykir harla góð. Ég get alveg tekið undir það. Var að enda þessa bók og þótti hún spennandi, reyndar all rustaleg og andstyggileg með köflum. Anne Holt hefur heilmikið hugmyndaflug.
28.11. MIÐVIKUDAGUR
Kalt og hvasst. Mestur hiti mældist 2°. Gluggaveðrið er oftast við hið sama.
29.11. FIMMTUDAGUR
Mestur hiti mældist 5° og var það kl. 6 að morgni! Það rigndi talsvert í dag, en vindurinn var skikkanlegur og veðrið þar með bara ágætt.
Spiluðum bridds hjá Sólrúnu og Þórði. Alltaf gaman að spila bridds, en í þetta sinn fékk ég ferlega vond spil og tapaði stöðugt.
30.11. FÖSTUDAGUR
Sæmilegt veður þennan síðasta nóvember. Veður var fallegt og stillt fram eftir degi, en hvessti nær kvöldi. Hiti mældist ekki hærri en frostmark.