OKTÓBERDAGAR 2012
1.10. MÁNUDAGUR
Vindurinn blés hressilega í dag eins og svo oft, en hvorki rigndi né felldi snjó. Hitinn fór upp í 8 stig. Og nú skín máninn hátt á himni.
Sindri og Breki fengu báðir slæmt kvef í september, hálsbólgu og afleitan hósta. Breka er batnað, en Sindri hefur ekki komist í skólann í þrjár vikur. Vonandi hörfar pestin á næstu dögum. Í tilefni dagsins dreif ég mig í Heilsugæsluna og fékk sprautu gegn inflúensu, sem ég vil ekki fá, hef fengið áður afar slæma flensu.
2.10. ÞRIÐJUDAGUR
Enn er kalt, hvasst og napurt. Mestur hiti 6°.
3.10. MIÐVIKUDAGUR
Aðeins hlýrra veður í dag. Mestur hiti 8°, og heldur hægari vindur.
4.10. FIMMTUDAGUR
Ágætis veður. Heiðríkt og sólskin. Mestur hiti mældist 9°.
Og nú er rétt að fá sér blund, sem ekki leyfist lengi, því nú er Berlín fram undan. Við þurfum að mæta í Leifsstöð um miðja nótt!