SEPTEMBERDAGAR 2012
22.9. LAUGARDAGUR
Þokkalegt veður í dag þrátt fyrir svolitla skúra. Mestur hiti 10°.
Það var glatt á hjalla í árbítnum um hádegið. Þar mættu Kristján, Katrín og Kári, Pálmi, Sigrún, Auður, Kristín og Áslaug, Pétur og Marcela, Dóra, Sindri og Breki, og auðvitað við gamla fólkið! Vantaði bara Kötlu og Heru, sem hamast við að læra og vinna blessaðar. Kári er kominn í MH. Áslaug komin í Melaskólann. Sigrún er komin í Listaháskólann. Og Marcela er komin í Menntaskólann í Kópavogi að læra að reka Hótel. Hin halda áfram á sinni braut. Mikið fjör og dugnaður í mannskapnum.
23.9. SUNNUDAGUR
Talsverður blástur í dag og rigning öðru hverju. Mestur hiti 10°. Ekkert nema leti allan daginn.
24.9. MÁNUDAGUR
Skikkanlegt veður þótt sólin léti lítið sjá sig. Mestur hiti mældist 10°.
25.9. ÞRIÐJUDAGUR
Einkar millt og fallegt veður langt fram eftir degi. Sólskin og blíðalogn. Upplagt að njóta útivistar. Mestur hiti 9°.
26.9. MIÐVIKUDAGUR
Ágætt veður. Svolítil rigning öðru hverju. Mestur hiti 9°.
Fór í gær til fundar við ágæta konu, sem sögð er vel að sér um mat og át. Bertha María Arsaelsdóttir er reyndar ekki sú fyrsta sem reynir að kenna mér orkumikið mataræði með það fyrir augum að fita mig svolítið. Hún benti mér á ýmsa möguleika til að hressa upp á þessa mjónu, flestir aðrir þurfa hins vegar að fara hóflega í orkumikinn mat og drykk. Ég skundaði strax í búð og fékk mér bláberjaskyr með rjóma og fleira gómsæti. Þetta er auðvitað mikill lúxus og gerir mér vonandi gott.
27.9. FIMMTUDAGUR
Dálítið hvasst, talsverð rigning öðru hverju, mestur hiti mældist 6°.
28.9. FÖSTUDAGUR
Sæmilegt veður, svolítið sólskin og fallegt á að líta, en seinnipartinn hvessti. Mestur hiti mældist 6°.
29.9. LAUGARDAGUR
Frost um nótt. Að morgni var heiðríkt og fallegt, en fljótlega þjöppuðust skýin yfir himininn og hvessti hressilega. Mestur hiti mældist 8°, sem ekki dugði til að ylja manni.
30.9. SUNNUDAGUR
Ágætt veður í dag. Mestur hiti mældist 9°. Og nú er máninn fullur og fallegur.
Enn er leitað fjár á Norðurlandi. Ótrúlegt hvað sauðfé þolir að hafast við undir snjónum vikum