Sumarfrí

Tölvan mín og ég erum að fara í sumarfrí. Tölvan hvílir sig bara hér heima, en ég ætla að endurnýja orkuna í sveitinni minni næstu þrjár vikur og fara síðan í 9 daga hestaferð með Fáksfélögum um Dalina og enda á Löngufjörum, kjörlendi allra hesta og hestamanna. Það verður því langt hlé til næstu orðsendingar hér í minnisbókinni.