Eftir tíu mínútur legg ég af stað norður í Reykjadalinn minn að vitja rótanna og hlaða orkugjafana. Þar mun ég dveljast út júnímánuð, snyrta í kringum Varmahlíð, stunda nýju góðu sundlaugina á Laugum, lesa heilan bókahlaða og eiga góðar stundir með afkomendunum sem finnst Varmahlíðarheimsókn tilheyra sumrinu.
Seinna í sumar ætla ég svo með góðu fólki í hestaferð um Þingeyjarsýslur.