Sleifarlag viðurkennt

Ég get nú ekki annað sagt en að ég hafi fengið þokkalegan frið fyrir óþreyjufullum lesendum þessarar minnisbókar, en er mér þó fyllilega meðvitandi um eigið sleifarlag. Hef það mér til afsökunar að ég annast að mestu skrif og innsetningar á heimasíðu Vinstri grænna og finnst það bara nóg að sinni.

Stöku sinnum set ég þó hér inn persónulegar vangaveltur eða frásagnir og ein og ein grein hrýtur úr “penna” sem ég set þá í greinasafnið. Síðasta greinin fór inn í það fyrir stundu, “Stöndum vörð um Neyðarmóttökuna”.